spot_img
HomeFréttirKeflavík fær tvo nýja leikmenn

Keflavík fær tvo nýja leikmenn

13:00

{mosimage}
(Sigurður leikur á heimaslóðum í vetur)

Úrvalsdeildarlið Keflavíkur hefur fengið tvo nýja leikmenn fyrir átök vetrarins. Þetta eru bakverðirnir Sigurður Sigurbjörnsson sem kemur frá Grindavík og Vilhjálmur Steinarsson sem kemur frá Haukum.

Sigurður er 25 ára og er uppalinn í Keflavík en hefur leikið m.a. með Grindavík og Reyni Sandgerði. Hann skoraði 16.1 stig með Reyni í 1. deildinni tímabilið 2005-06. Á síðasta tímabili lék hann 22 leiki fyrir Grindavík í úrvalsdeildinni og skoraði 11 stig.

Vilhjálmur er 24 ára og er 190 sm á hæð. Hann er uppalinn í Haukum en lék um tíma með Sjörnunni. Hann hefur leikið 66 leiki í úrvalsdeildinni og skorað í þeim 154 stig.

mynd: umfg.is

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -