08:25
{mosimage}
Denis Ikovlev hefur gert samning við Keflavík um að leika með liðinu næsta vetur í Iceland Express-deild karla. Ikovlev er fæddur í Úkraínu en fluttist til bandaríkjanna 8 ára gamall. Hann spilaði með 1. deildar háskólanum Nevada-Reno í fyrra.
Liðið átti mjög gott tímabil í fyrra og var nr. 10 á styrkleikalista NCAA en tveir leikmenn liðsins voru teknir í NBA-liðavalinu í síðasta mánuði.
Ikovlev þykir góður varnarmaður og skotmaður.
Von er á honum til Keflavíkur undir lok næsta mánaðar.
www.keflavik.is/karfan