spot_img
HomeFréttirKeflavík fá Burns

Keflavík fá Burns

 Keflvíkingar hafa nú uppljóstrað að þeir hafi samið við Draelon Burns og mun hann koma til með að fylla það skarð sem Rahson Clark skildi eftir sig. Burns spilaði síðasta tímabil í fyrstu deild í Ísrael þar sem hann skoraði um 15 stig á leik. 
 Sem fyrr segir var kappinn í Ísrael með liði Kiryat Ata en liði féll úr 1.deildinni á síðustu leiktíð. Burns er 195 cm að hæð og um 95 kg að þyngd og kemur frá Milwaukee. Kappinn er góð skytta fyrir utan og síðasta ár sitt fyrir Depaul háskólann skoraði hann um 17 stig á leik og var með um 3.5 fráköst.  Reiknað er með að Burns muni hefja leik gegn Breiðablik þann 10. janúar næstkomandi en kappinn kom til landsins í gær. 
Fréttir
- Auglýsing -