spot_img
HomeFréttirKeflavík einar á toppnum, er sláturtíðin hafin á ný?

Keflavík einar á toppnum, er sláturtíðin hafin á ný?

Keflavík tók á móti KR í kvöld. Liðin eru í 1. – 2. sæti bæði með 30 stig og því 1. sætið í Dominos deild kvenna undir í leiknum í kvöld.

Leikurinn byrjaði rólega, hvorugt lið var að hitta vel og lítið skorað. KRingar voru þó aðeins ferskari og kláruðu leikhlutann með þriggja stiga forystu 14 – 17. Orla O‘Reilly með 12 af þessum 17 stigum. Þvílíkur leikhluti hjá henni!

Liðin skiptust á körfum í öðrum leikhluta og hvorugt lið gerði sig líklegt til að stinga af. Bæði lið skoruðu meira en í fyrsta leikhluta. Keflvíkingar voru þó aðeins duglegri. Staðan í hálfleik 38 – 37.

Keflavíkurstúlkur byrjuðu þriðja leikhluta af krafti og áttu frábæran 11 – 2 kafla fyrstu rúmu 3 mínúturnar. Keflvíkingar voru hvergi nær hættir og næstu 5 mínúturnar fóru 14 – 7 Keflvíkingum í vil og þær því komnar með 17 stiga forystu. Frábær leikhluti hjá Keflvíkingum. Staðan fyrir fjórða leikhluta 65 – 47.

Keflavíkurstúlkur byrjuðu fjórða leikhluta betur og settu strax tóninn. Síðustu mínúturnar voru bara formsatriði fyrir Keflavík sem áttu sigurinn fyllilega skilið. Lokatölur 91 – 59.

Byrjunarlið:

Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir, Katla Rún Garðarsdóttir, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir, Brittanny Dinkins, Erna Hákonardóttir.

KR: Kiana Johnson, Ástrós Lena Ægisdóttir, Perla Jóhannsdóttir, Orla O‘Reilly, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir.

Þáttaskil:

Þriðji leikhluti var algjör slátrun hjá Keflvíkingum. Þær létu boltann ganga og fundu glufur á vörn KRinga og spiluðu á sama tíma flotta vörn.

Tölfræðin lýgur ekki:

Keflavík hitti betur enda voru þær að skapa sér betri færi. Sérstaklega í þriðja og fjórða leikhluta.

Hetjan:

Orla O‘Reilly átti fínan leik og hélt uppi sóknarleik KRinga framan af leiknum, 25 stig og 8 stoðsendingar. Kiana Johnson átti einnig góðan leik og skilaði 20 stigum, 10 fráköstum og 6 stoðsendingum.

Bryndís Guðmundsdóttir átti góðan leik, skilaði 13 stigum og tók 9 fráköst á 19 mínútum. Birna Valgerður Benónýsdóttir átti mjög góða innkomu og setti 19 stig og tók 8 fráköst. Britanny Dinkins var alveg frábær, 34 stig, 18 fráköst og 8 stoðsendingar.

Kjarninn:

Það var ekki að sjá á fyrstu tveim leikhlutunum að það væri mikill munur á milli liðanna. En þegar Keflvíkingar fóru að láta boltann ganga opnaðist vörn KRinga. KRinga vantaði sárlega framlag frá fleiri leikmönnum. Þó að  Britanny Dinkins hafi átt flottan leik, þá var Keflavíkurliðið að spila mikinn gæða körfubolta eftir hálfleik.

Tölfræði

Myndasafn

Viðtöl:

Fréttir
- Auglýsing -