Í kvöld fer fram einn leikur í undanúrslitum Poweradebikarsins en þá eigast við Keflavík og Haukar í kvennaflokki en það lið sem hefur sigur í leik kvöldsins leikur til bikarúrslita gegn Snæfell þann 22. febrúar næstkomandi. Viðureign liðanna hefst kl. 19:15 í kvöld.
Í dag er einnig leikið í B-liða keppni karla og yngri flokkum en alla leiki dagsins má nálgast hér.
Mynd/ Lovísa Falsdóttir og Keflvíkingar taka á móti Haukum í undanúrslitum bikarsins í kvöld.



