spot_img
HomeFréttirKeflavík bikarmeistari í 9. flokki kvenna!

Keflavík bikarmeistari í 9. flokki kvenna!

Keflavík tryggði sér bikarmeistaratitil í 9. flokki kvenna með öruggum sigri á Njarðvík, 16-53.  Keflavík náði strax afgerandi forustu í leiknum og leiddu 0-17 eftir fyrsta leikhluta.  Það er oft sagt og sannaðist í dag að vörnin vinnur titla því flottur varnarleikur Keflavíkur var munurinn á liðunum í dag.  Mikilvægasti leikmaður leiksins var valin Laufey Rún Harðadóttir sem átti virkilega góðan dag fyrir Keflavík.  Hún skoraði 21 stig, hirti 5 fráköst og stal 5 boltum.  
Keflavík mætti svakalega vel stemmdar til leiks, þær spiluðu góða pressuvörn sem skilaði þeim forskoti í leiknum strax frá upphafi.  Njarðvík átti í vandræðum með að finna leiðir fram völlin og gáfu boltan oft klaufalega frá sér. Keflavík afrekaði það að vera 17 stigum yfir eftir fyrsta leikhluta en í þeim leikhluta tókst Njarðvík ekki að skora.  Laufey Rún Harðardóttir byrjaði leikinn virkilega vel fyrir Keflavík og hafði skorað 9 af 17 stigum Keflavíkur í fyrsta leikhluta.  

 

Það var hins vegar annað Njarðvíkurlið sem mætti til leiks í öðrum leikhluta og Júlía Scheving Steindórsdóttir skoraði fyrstu stig Njarðvíkur úr hraðaupphlaupi.  Njarðvík skoraði einni næstu 2 stig áður en Keflavík náði að svara.  Þær sýndu baráttu og ákefð sem skilaði sér strax á töfluna.  Keflavík svaraði þó fyrir sig og voru fljótlega  farnar að auka við forskotið aftur því þær skoruðu næstu 12 stig leiksins og höfðu yfir 4-29.  Njarðvík átti svo seinustu 2 stigin í fyrri hálfleik og því stóðu tölur 6-29 eftir fyrri hálfleik.  

 

Stigahæst í liði Keflavíkur í hálfleik var Laufey Rún Harðardóttir með heil 17 stig en hún var sjóðandi heit fyrir utan þriggja stiga línuna með 60% nýtingu.  Næstar á blað voru Kristrún Björgvinsdóttir með 3 stig og 6 fráköst og Kristrós Björg Jóhannsdóttir með 3 stig og 3 fráköst.  Í liði Njarðvíkur voru þrír leikmenn jafnir með 2 stig, þær Þuríður Birna Björnsdóttir sem einnig hafði teki 8 fráköst, Kamilla Sól Sigfúsdóttir og Júlía Scheving Steindórsdóttir.  

 

Keflavík hélt uppteknum hætti í þriðja leikhluta og juku forskotið hægt en örugglega.  Það voru margir leikmenn að leggja sitt af mörkum og höfðu 8 leikmenn Keflavíkur skorað í leiknum þegar þriðja leikhluta lauk.  Njarðvík tókst aðeins að skora 3 stig í þriðja leikhluta og munurinn var kominn upp í 20 stig þegar honum lauk, 9-39.  

 

Njarðvík sýndi góða takta í fjórða leikhluta og bitu nokkuð frá sér.  Það kom þó of seint og Keflavík tryggði sér öruggan sigur í leiknum með seinustu 6 stigum leiksins.  Keflavík var vel að sigrinum komin og vann með 37 stiga mun, 16-53.  

 

Stigahæst í liði Keflavíkur var Laufey Rún Harðardóttir með 21 stig og 5 fráköst en næstar voru Kristrós Björg Jóhannsdóttir með 7 stig og 4 fráköst  og Indíana Dís Arnarsdóttir með 6 stig og 3 fráköst.  Í liði Njarðvíkur var Þuríður Birna Björnsdóttir stigahæst með 8 stig og 14 fráköst en næst var Kamilla Sól Sigfúsdóttir með 3 stig og Júlía Scheving Steindórsdóttir átti einnig fínan leik með 2 stig og 8 fráköst.  

 

Karfan.is óskar Keflavík innilega til hamingju með bikarmeistaratitilinn í 9. flokki kvenna árið 2012!!

 

Umfjöllun og mynd : [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -