spot_img
HomeFréttirKeflavík B sigraði Skallagrím í 1. deild kvenna

Keflavík B sigraði Skallagrím í 1. deild kvenna


Árnína Rúnarsdóttir úr liði Keflavíkur B
Nú rétt í þessu var leik Keflavíkur B og Skallagríms að ljúka í 1. deild kvenna með sigri heimastúlkna í Keflvík 80-46. Keflvíkurliðið er að öllu leyti skipað leikmönnum úr 10. og 9. flokki að undantekinni Lóu Dís Mássdóttir sem var fengin að láni úr Úrvalsdeildarliði þeirra. Lóa Dís var stigahæst í dag með 14 stig, Árnína Rúnarsdóttir kom næst með 12 stig og svo Lovísa Falsdóttir með 11 stig. Ekki var komin tölfræði frá gestaliðinu.

Fréttir
- Auglýsing -