spot_img
HomeFréttirKeflavík B með sigur - Höttur aftur á topp deildarinnar

Keflavík B með sigur – Höttur aftur á topp deildarinnar

 

Fjórir leikir fóru fram í dag í 1. deildum karla og kvenna. Toppslagur var austur á Egilstöðum þar sem að Höttur sigraði Fjölni og er nú aftur eitt á toppi 1. deildar karla. Þá vann b lið Keflavíkur lið Þórs frá Akureyri í 1. deild kvenna Í þeim leik lék nýr erlendur leikmaður liðs Keflavíkur, Ariana Moorer sinn fyrsta leik.

 

Staðan í 1. deild karla

Staðan í 1. deild kvenna

 

 

Úrslit kvöldsins

 

1. deild kvenna:

Keflavík b 90 – 60 Þór Ak. 

Atkvæðamest fyrir heimastúlkur var nýr erlendur leikmaður liðsins, Ariana Moorer, með 19 stig, 6 fráköst, 5 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Fyrir gestina frá Akureyri var það Unnur Lára Ásgeirsdóttir sem að dróg vagninn með 13 stig og 4 fráköst. Eftir leikinn er Þór frá Akureyri í 2. sæti deildarinnar á meðan að Keflavík b er ennþá í því 5.

 

 

1. deild karla:

 

Höttur 87 – 84 Fjölnir 

Höttur kom sér á topp 1. deildar karla með frábærum sigri á Fjölni á Egilsstöðum í dag. Liðin voru jöfn að stigum á toppnum fyrir leikinn og því von á hörkuleik. Atkvæðamestur fyrir heimamenn í Hetti var Mirko Stefan Virijevic með 34 stig og 16 fráköst á meðan að fyrir gestina úr Gravarvogi var  það Collin Anthony Pryor sem var bestur með 21 stig og 13 fráköst.

 

ÍA 74 – 67 FSU 

Atkvæðamestur fyrir heimamenn í ÍA var Derek Daniel Shouse með 28 stig, 14 fráköst og 4 stoðsendingar á meðan að fyrir gestina frá Selfossi var það Terrence Motley með 42 stig og 9 fráköst.

 

Valur 126 – 50 Ármann 

Atkvæðamestur fyrir heimamenn í Val var Austin Magnús Bracey með 24 stig og 5 stoðsendingar á meðan að fyrir gestina var Jóhann Jakob Friðriksson atkvæðamestur með 24 stig og 14 fráköst.

Fréttir
- Auglýsing -