spot_img
HomeFréttirKeflavík áfram í Poweradebikarnum

Keflavík áfram í Poweradebikarnum

20:55
{mosimage}

(Bryndís Guðmundsdóttir er komin aftur á ról með Keflavík)

Íslandsmeistarar Keflavíkur eru komnir í úrslit Poweradebikars kvenna eftir góðan sigur á Haukum í undanúrslitum keppninnar í Laugardalshöll í kvöld. Lokatölur leiksins voru 75-63 Keflavík í vil en Íslandsmeistararnir tóku snemma í síðari hálfleiks góða rispu sem reyndist Haukum ofviða. TaKesha Watson gerði 19 stig fyrir Keflavík, gaf 7 stoðsendingar og tók 4 fráköst.

Kristrún Sigurjónsdóttir var sterkasti leikmaður Hauka í kvöld með 25 stig, 5 stoðsendingar og 4 fráköst en þær Ragna Margrét Brynjarsdóttir og Telma B. Fjalarsdóttir tóku saman 34 fráköst. Ragna með 20 fráköst og 14 stig en Telma tók 14 fráköst og skoraði 8 stig.

Óhætt er að segja að leikurinn hafi verið sveiflukenndur þar sem Haukar komust í 2-12 snemma leiks en Keflvíkingar rönkuðu svo við sér og gerðu þá áhlaup og komust yfir fyrir leikhlé 28-26.

Hægt og bítandi í þriðja leikhluta þéttu Keflvíkingar vörnina hjá sér og Haukar áttu bágt með að finna leiðina upp að körfunni. Staðan að loknum þriðja leikhluta var 57-40 fyrir Keflavík og eftirleikurinn nokkuð auðveldur. Haukar gerðu þó atlögu að forystunni og náðu að minnka muninn í 69-60 en Pálína Gunnlaugsdóttir slökkti allar vonir Hauka með þrist þegar 42 sekúndur voru til leiksloka og staðan 72-60. Lokatölur urðu svo 75-63 og Keflvíkingar því komir í úrslit keppninnar.

Nú innan stundar hefst leikur Grindavíkur og KR og þá ræðst hvaða lið leika til úrslita um Poweradebikarinn á sunnudag.

Stigaskor Keflavíkur:

Watson 19, Ingibjörg 13, Pálína 12, Bryndís 7, Svava 7, Birna 6, Hrönn 5, Rannveig 4, Lóa 2.

Stigaskor Hauka:
Kristrún 25, Ragna 14, Slavica 14, Telma 8, Sara 2

[email protected] 

Fréttir
- Auglýsing -