spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaKeflavík áfram í Geysisbikarnum eftir öruggan sigur á Njarðvík

Keflavík áfram í Geysisbikarnum eftir öruggan sigur á Njarðvík

Keflavík lagði granna sína í Njarðvík rétt í þessu í 16 liða úrslitum Geysisbikar kvenna, 59-88. Keflavík verður því í pottinum þegar að dregið verður í 8 liða úrslitum á meðan að Njarðvík er úr leik.

Heimakonur í Njarðvík byrjuðu leik dagsins af miklum krafti. Náðu með góðri nýtingu sinni fyrir utan þriggja stiga línuna að byggja sér upp smávegis forystu á fyrstu mínútum leiksins. Keflavík náði þó að vinna það niður og stóðu leikar jafnir við lok fyrsta leikhluta, 23-23. Undir lok fyrri hálfleiksins sýndu Keflavíkurkonur mátt sinn og megin. Vinna annan leikhlutann með 19 stigum. Staðan 31-50 þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik.

Í upphafi seinni hálfleiksins héldu gestirnir úr Keflavík svo bara áfram þar sem frá hafði horfið. Eru með þægilega 29 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann. Í honum gera þær svo nóg til þess að sigla að lokum nokkuð öruggum 29 stiga sigurleik í höfn, 59-88.

Atkvæðamest fyrir Keflavík í leiknum var Daniela Wallen Morillo með 17 stig, 11 fráköst, 7 stoðsendingar og 6 stolna bolta á aðeins 24 mínútum spiluðum. Fyrir heimakonur var það Jóhanna Pálsdóttir sem dróg vagninn með 13 stigum, 4 fráköstum og 5 stoðsendingum.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Fréttir
- Auglýsing -