spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaKeflavík á toppi Subway deildarinnar eftir sigur gegn Hetti

Keflavík á toppi Subway deildarinnar eftir sigur gegn Hetti

Keflavík lagði Hött í kvöld í 9. umferð Subway deildar karla, 71-62. Eftir leikinn er Keflavík í efsta sæti deildarinnar með 14 stig á meðan að Höttur er í 9. sætinu með 6 stig.

Atkvæðamestir í annars nokkuð jöfnu Keflavíkurliði í leiknum voru Eric Ayala með 18 stig, 6 fráköst og Dominykas Milka með 17 stig og 11 fráköst.

Fyrir Hött var það Nemanja Knezevic sem dró vagninn með 13 stigum og 8 fráköstum. Honum næstur var Timothy Guers með 12 stig og 5 fráköst.

Höttur á leik næst komandi fimmtudag 15. desember gegn Breiðablik á Egilsstöðum á meðan að Keflavík fær ÍR í heimsókn sama dag.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -