Njarðvíkingar voru rétt í þessu að tryggja sér 86-88 sigur á Keflavík í Toyota-höllinni eftir æsispennandi lokaprett. Njarðvíkingar leiddu 58-75 fyrir fjórða leikhluta en Keflvíkingar bitu frá sér og söxuðu jafnt og þétt á forskotið. Svo fór að lokaskot Gunnars Stefánssonar fór ofan í fyrir Keflavík en karfan ekki dæmd gild og því höfðu Njarðvíkingar sigur og leikur fjögur staðreynd í Ljónagryfjunni á þriðjudag.
3. leikhluti
Njarðvíkingar fóru á kostum í þriðja leikhluta og leiða 58-75 að honum loknum og unnu því síðustu 10 mínútur 12-26. Gestirnir hafa leikið fantagóða vörn og Guðmundur Jónsson að standa sig vel í hlutverki leikstjórnanda hjá grænum. Heimamenn í Keflavík voru ekki að finna taktinn í þriðja leikhluta gegn sterkri vörn gestanna. Fjórði leikhluti var að hefjast núna þar sem Jón N. Hafsteinsson skoraði og fékk villu að auki, heimamenn bitu frá sér undir lok þriðja leikhluta og virðast ætla að gera Njarðvíkingum erfitt fyrir á lokasprettinum.
2. leikhluti
Það er allt stál í stál í Toyotahöllinni en Njarðvíkingar leiða 46-49 í hálfleik. Allt annað er að sjá til Njarðvíkurliðsins í kvöld og þeirra atkvæðamestur er Nick Bradford með 11 stig og Magnús Þór Gunnarsson með 10 stig. Þá hefur Egill Jónasson komið sterkur af Njarðvíkurbekknum og er að sýna sparihliðarnar. Hjá Keflavík er jaxlinn Gunnar Einarsson kominn með 14 stig og þá hefur Urule Igbavboa verið skæður með 8 stig og 8 fráköst. Nokkrum sinnum hefur litlu mátt muna að upp úr syði en dómararnir Björgvin Rúnarsson og Rögnvaldur Hreiðarsson hafa ágæt tök á leiknum
Það er allt stál í stál í Toyotahöllinni en Njarðvíkingar leiða 46-49 í hálfleik. Allt annað er að sjá til Njarðvíkurliðsins í kvöld og þeirra atkvæðamestur er Nick Bradford með 11 stig og Magnús Þór Gunnarsson með 10 stig. Þá hefur Egill Jónasson komið sterkur af Njarðvíkurbekknum og er að sýna sparihliðarnar. Hjá Keflavík er jaxlinn Gunnar Einarsson kominn með 14 stig og þá hefur Urule Igbavboa verið skæður með 8 stig og 8 fráköst. Nokkrum sinnum hefur litlu mátt muna að upp úr syði en dómararnir Björgvin Rúnarsson og Rögnvaldur Hreiðarsson hafa ágæt tök á leiknum
1. leikhluti
Fyrsti leikhluti hefur verið opinn og skemmtilegur þar sem Njarðvíkingar leiða 22-25. Magnús Gunnarsson er að finna sig á sínum gamla heimavelli og er kominn með 8 stig en hjá Keflavík er Gunnar Einarsson kominn með 10 stig.
Ljósmynd/ Nick Bradford hitar upp en mikið mun mæða á honum í liði Njarðvíkur í kvöld.



