spot_img
HomeFréttirKazembe Abif eftir leik gegn Stólunum "Ég hafði ekki spilað leik í...

Kazembe Abif eftir leik gegn Stólunum “Ég hafði ekki spilað leik í eitt ár þegar ég kom hingað”

Grindvíkingar tóku á móti Tindastólsmönnum í kvöld og sýndu þeim litla gestrisni inni á vellinum. Þegar upp var staðið var sigur Grindvíkinga, 93-83, öruggur og sanngjarn.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Kazembe Abif, leikmann Grindavíkur, eftir leik í HS Orku Höllinni. Þegar Kazembe gekk í raðir Grindvíkinga í mars var hann ekki í góðu formi, og hafði glímt við meiðsli í eitt ár. Í dag er hann með sterkari leikmönnum deildarinnar, afar traustur og er að verða betri með hverjum leik, og hann tekur ekki neitt frá öðrum leikmönnum og hefur góð áhrif á liðsheildina:

“Þetta var góður sigur og við erum komnir á gott ról og ætlum að selja okkur dýrt í úrslitakeppninni. Við höfum bætt varnarleik okkar mikið að undanförnu og það hefur skilað sér í þessu góða gengi okkar að undanförnu. Við erum með gott sóknarlið en vörnin var ekki nægilega góð, það voru of miklar sveiflur í leik liðsins. Eftir meiðsli hjá Degi Kár og Marshall Nelson þá stigu menn einfaldlega upp og sýndu samstöðu í verki. Liðsheild okkar er að verða betri og betri og sjálfstraust leikmanna að aukast með degi hverjum.”

Kaz segir að þegar hann hafi komið hingað hafi hann verið nýstiginn upp úr slæmum meiðslum:

“Ég hafði ekki spilað leik í eitt ár þegar ég kom hingað. En ég fékk tækifæri og hef æft mjög vel frá því að ég kom og núna er ég að nálgast mitt besta form, og ég er bjartsýnn á áframhaldandi gott gengi.”

Fréttir
- Auglýsing -