spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaKatla María til Þórs Akureyri

Katla María til Þórs Akureyri

Þór Akureyri hefur samið við Kötlu Maríu Magdalenu Sæmundsdóttur fyrir komandi átök í fyrstu deild kvenna. Katla er 18 ára, 174 cm bakvörður/framherji sem kemur til liðsins frá Vestra, en með þeim skilaði hún 3 stigum og 2 fráköstum að meðaltali í leik á síðasta tímabili.

Tilkynning:

Körfuknattleiksdeild samdi í dag við ungan leikmann sem kemur til liðs við Þór frá Vestra á Ísafirði.

Leikmaðurinn heitir Katla María Magdalena Sæmundsdóttir er 174 sentímetra há, 18 ára gömul og getur leyst stöðu bakvarðar og framherja.

Katla María skilaði 3 stigum í leik og 1,5 fráköstum í þrettán leikjum með Vestra á síðasta tímabili.
Bjóðum Kötlu Maríu velkomna til Þórs.

Það var Daníel Andri Halldórsson þjálfari Þórs sem undirritaði samninginn fyrir hönd félagsins.

Fréttir
- Auglýsing -