spot_img
HomeFréttirKarlarnir leika á sunnudag – báðum leikjum í kvennaflokki frestað

Karlarnir leika á sunnudag – báðum leikjum í kvennaflokki frestað

Leikdagar fyrir undanúrslit karla í Poweradebikarkeppninni eru klárir en mótanefnd KKÍ hefur ákveðið að undanúrslitaleikur Snæfells og Stjörnunnar í Powerade-bikar kvenna verði ekki settur á að sinni.
Er það mat mótanefndar KKÍ að báðir undanúrslitaleikirnir eigi að fara fram á svipuðum tíma. Þar sem að ekki er hægt að setja á viðureign Njarðvíkur og Hauka vegna kæru úr leik Njarðvíkur og Keflavíkur í 8-liða úrslitum Powerade-bikars kvenna verður leikur Snæfells og Stjörnunnar ekki settur á að sinni.
 
Undanúrslitaviðureignir Tindastóls og KR og Keflavíkur og KFÍ í Powerade-bikar karla verða sunnudaginn 5. febrúar.
 
Undanúrslit, karlar:
Tindastóll-KR kl. 19.15 – Sauðárkrókur
Keflavík-KFÍ kl. 19.15 – Toyota-höllin
 
   
Fréttir
- Auglýsing -