spot_img
HomeFréttirKarlaboltinn af stað í kvöld

Karlaboltinn af stað í kvöld

06:30
{mosimage}

(Þorleifur og Grindvíkingar mæta í Ásgarð í kvöld)

Keppni í Iceland Express deild karla hefst að nýju í kvöld með þremur leikum í 12. umferð sem síðan lýkur á föstudagskvöld með öðrum þremur leikjum. Leikir kvöldsins hefjast allir kl. 19:15.

Stjarnan tekur á móti Grindavík í Ásgarði í Garðabæ en töluvert skilur liðin að í stigatöflunni. Grindvíkingar í 2. sæti með 20 stig en Stjarnan í 10. sæti með 6 stig. Stjörnumenn luku þó árinu 2008 með glans er þeir lögðu FSu í Ásgarði og fögnuðu þeir sigri sínum af mikilli innlifun.

Í Borgarnesi mætast Skallagrímsmenn og Breiðablik en Blikar komu nokkuð á óvart í síðasta leik árisns 2008 þegar nýliðarnir sóttu tvö stig í Skagafjörðinn með sigri á Tindastól. Skallagrímsmenn verma enn botnsæti deildarinnar, án stiga.

Íslandsmeistarar Keflavíkur leggja svo land undir fót og mæta Þór í Höllinni á Akureyri. Keflavík situr í 3. sæti deildarinnar með 14 stig en Þór er í 9. sæti með 8 stig.

12. umferð í Iceland Express-deild kvenna klárast í kvöld en þá fer topplið Hauka í heimsókn í Grafarvoginn og mætir Fjölni. Hefst sá leikur kl. 19:15.

Þá er einn leikur í A-riðli í drengjaflokki í kvöld þegar Ármann tekur á móti Val í Laugardalshöll kl. 18.30.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -