spot_img
HomeFréttirKarl Jóns: Skrifað í skýin í allan vetur

Karl Jóns: Skrifað í skýin í allan vetur

Karl Jónsson er fyrrum þjálfari Tindastóls en við fengum hann til að rýna í leik kvöldsins hjá KR og Tindastól í úrslitum Domino´s-deildar karla. Karl segir að þessi slagur hafi verið skrifaður í skýin í allan vetur.

Ég held að þetta verði stórslagur. Þessi viðureign hefur verið skrifuð í skýin í allan vetur og í raun klárt mál að þarna fara tvö bestu liðin í deildarkeppninni, held að flestir geti verið sammála um það.

Heimaleikjarétturinn skiptir mjög miklu máli, en bæði liðin hafa verið nær ósigrandi á heimavelli í vetur. Það kæmi ekki á óvart þó við fengjum oddaleik í Vesturbænum. Stólarnir þurfa að stela útileik ef þeir eiga að verða meistarar og þeir hugsa af hverju ekki að byrja í kvöld?

Góður varnarleikur er aðall þessara liða. Fráköstin koma til með að skipta gríðarlegu máli og það lið sem nær að halda töpuðum boltum í lágmarki er vel sett. Craion má ekki vaða í sóknarfráköstin eins og hann gerði á móti Njarðvík. Helgi Rafn og Dempsey verða að hreinsa vel upp í teignum í kvöld.

Það er góð breidd í báðum liðum og margir leikmenn sem geta komið af bekknum með framlag.

Ég á von á frekar litlu stigaskori í kvöld, eða í kring um 80 stig á hvort lið, en það er sú tala sem ég er viss um að bæði lið hafa í huga að halda hinu í í öllum þessum leikjum sem fram fara. Ég held að KR byrji ágætlega í kvöld og leiði fram eftir leik og því mikilvægt fyrir Tindastól að missa þá ekki frá sér. Tindastóll hefur oft klárað leiki í þriðja leikhluta í vetur og það virðist vera dýnamískur punktur leiksins hjá þeim sem KR-ingar þurfa að gæta sín á.

Fréttir
- Auglýsing -