spot_img
HomeFréttirKarl Ágúst um aðstoðarþjálfarastarfið “Margt sem ég get tekið frá þessu til...

Karl Ágúst um aðstoðarþjálfarastarfið “Margt sem ég get tekið frá þessu til að bæta mig sem þjálfari hjá mínu félagsliði”

Undir 16 ára lið Íslands leika þessa dagana á Norðurlandamóti í Kisakallio í Finnlandi. Vegna heimsfaraldurs Covid-19 eru þau ein liða í Finnlandi í þetta skiptið, en venjulega fara undir 18 ára liðin á sama tíma á mótið. Undir 18 ára liðin munu leika á sér móti, á sama stað, dagana 16.-20. ágúst næstkomandi.

Fyrir nokkru var tekin sú ákvörðun að fjölga í þjálfarateymum yngri landsliða. Áður höfðu verið tveir þjálfarar, en nú eru þar þrír þjálfarar. Með undir 16 ára liði stúlkna eru ásamt aðalþjálfara liðsins þau Margrét Ósk Einarsdóttir og Hallgrímur Bryjólfsson. Með drengjaliðinu eru ásamt aðalþjálfaranum Ágústi Björgvinssyni þeir Chris Caird og Karl Ágúst Hannibalsson.

Karfan ræddi aðeins við Karl Ágúst Hannibalsson um starfið. Ásamt því að vera aðstoðarþjálfari undir 16 ára liðs drengja er hann að þjálfa yngri flokka á Selfossi.

Fréttir
- Auglýsing -