spot_img
HomeFréttirKarl ætlar sér að vera með Denver á næstu leiktíð

Karl ætlar sér að vera með Denver á næstu leiktíð

 
Þjálfarinn frægi George Karl er óðar að verða betri samkvæmt fjölmiðlum í Bandaríkjunum en hann hefur glímt við krabbamein í hálsi. Karl sagði á mánudag að hann stefndi að því að mæta aftur á bekkinn hjá Denver Nuggets strax á næstu leiktíð í NBA deildinni.
Heilsa þjálfarans fer batnandi en hann nærist þó engu að síður í gegnum slöngu sökum eymsla í hálsinum. Karl hefur undanfarið getað eytt smá púðri í Denver liðið og litið á nokkra leikmenn fyrir nýliðavalið í NBA deildinni sem fram fer á morgun.
 
Fréttir
- Auglýsing -