Haukamaðurinn Kári Jónsson er búinn að landa niðurstöðu í vali á háskóla samkvæmt frétt Morgunblaðsins. Þar segir að Kári sé á leið til Philadelphia í Drexel háskólann.
Í frétt Morgunblaðsins segir m.a:
Kári Jónsson, körfuknattleiksmaðurinn ungi úr Haukum, er á leið til Philadelphia í Bandaríkjunum þar sem hann hefur nám við Drexel-háskóla á komandi hausti.
Kári, sem er 18 ára gamall og hefur verið í stóru hlutverki í liði Hauka þrátt fyrir ungan aldur, var að útskrifast sem stúdent og hefur fengið skólavist í Drexel, sem er með lið í 1. deild bandarísku háskólanna, nánar tiltekið í CAA-riðli 1. deildar en í honum eru tíu lið úr austurhluta Bandaríkjanna.
Tengt efni: Valið væntanlega á milli New Hampshire og Drexel
Mynd Karfan.is/ Axel Finnur