spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaKári semur við Val til ársins 2025

Kári semur við Val til ársins 2025

Íslandsmeistarar Vals hafa framlengt samningi sínum við bakvörðinn Kára Jónsson til næstu tveggja ára. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í morgun.

Kári er að upplagi úr Haukum, en kom til Vals úr Leb Oro deildinni á Spáni fyrir síðasta tímabil, þar sem hann var mikilvægur í sigri Vals í úrslitakeppninni síðasta vor. Þá hefur Kári verið einn besti leikmaður Subway deildarinnar það sem af er tímabili, skilað 18 stigum, 5 fráköstum og 6 stoðsendingum að meðaltali í leik fyrir liðið sem nú fyrir helgi tryggði sér deildarmeistaratitilinn.

Fréttir
- Auglýsing -