spot_img
HomeFréttirKári Jónsson til Vals

Kári Jónsson til Vals

Landsliðsmaðurinn Kári Jónsson er á leið til Hlíðarendafélagsins Vals og mun leika með liðinu í efstu deild á næstu leiktíð.

Kári lék á síðustu leiktíð með Girona á Spáni en er uppalinn hjá hinu félagi séra Friðriks, Haukum. Ljóst er að koma Kára til Vals er gríðarleg styrking fyrir félagið sem féll úr leik í 8. liða úrslitum á síðustu leiktíð.

Miklar breytingar eru á liði Vals en nokkrir leikmenn hafa yfirgefið félagið, þar á meðal Jón Arnór Stefánsson sem er hættur auk þess sem óvíst er með Pavel Ermolinski. Valsarar hafa þá bætt við sig þeim Pablo Bertone og Svein Búa Birgisson.

Tilkynningu Vals má finna hér að neðan:

Kára þarf vart að kynna fyrir íslenskum körfuboltaáhugamönnum en þessi örvhenti 24 ára bakvörður lék með Basquet Girona á Spáni í fyrra við góðan orðstír.

Hann er einnig orðinn fastamaður í íslenska A landsliðinu og lék vel með liðinu í undankeppni HM á dögunum. Í leikjunum fjórum gegn Danmörku og Svartfjallalandi skilaði Kári 12 stigum á rúmum 24 mínútum auk þess að nýta 46% þriggja stiga skota sinna.

Fréttir
- Auglýsing -