Kári Jónsson fyrirliði U20 landsliðsins hitar upp með landsliðinu þessa stundina og mun að öllum líkindum taka þátt í leiknum gegn Svíþjóð. Kári meiddist í öðrum leik mótsins gegn Tyrklandi og var óttast að hann yrði ekki meira með liðinu á mótinu.
Í samtali við karfan.is eftir síðasta leik sagðist hann vera betri en hann hafði búist við. Hann gerði sér væntingar um að leika eitthvað með liðinu á mótinu en hann er strax mættur í búning og hitar upp með liðinu.
Ljóst er að það gefur liðinu hielmikið enda Kári leiðtogi innan sem utan vallar. Leikurinn gegn Svíþjóð hefst kl 11:30 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Youtube rás FIBA