spot_img
HomeFréttirKári Jónsson íþróttamaður vikunnar hjá Drexel

Kári Jónsson íþróttamaður vikunnar hjá Drexel

Haukamaðurinn Kári Jónsson var valinn íþróttamaður vikunnar í Drexel háskólanum eftir frábæra frammistöðu hans með körfuboltaliði skólans í vikunni. Hann hlaut titilinn ásamt sundkonunni Alexa Kutch. 

 

Kári setti persónulegt met í háskólaboltanum sigri Drexel á laugardaginn er hann var með 25 stig.  Kári sem er nýliði hjá drekunum hitti úr sjö af tólf þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Drexel hefur nú leikið átta leiki og unnið fjóra af þeim. Kári er þriðji stigahæsti leikmaður liðsins að meðaltali með 11 stig í leik. Einnig er hann helsta skytta liðsins en hann er með 47,8% nýtingu fyrir aftan þriggja stiga línuna (22/46). 

 

Kári og félagar mæta Saint Joseph skólanum á sunnudaginn og verður gaman að sjá okkar mann halda uppteknum hætti. Allar sex þriggja stiga körfurnar hans má sjá á myndbandi hér að neðan: 

 

 

Mynd / Drexeldragons.com

Fréttir
- Auglýsing -