spot_img
HomeFréttirKári frá keppni næstu mánuðina

Kári frá keppni næstu mánuðina

Kári Jónsson leikmaður Vals þarf að gangast undir aðgerð á fæti og verður frá næstu mánuðina. Staðfestir félagið þetta með fréttatilkynningu fyrr í kvöld. Ljóst er að um mikla blóðtöku er að ræða fyrir bikarmeistara Vals, en Kári hefur verið einn besti leikmaður liðsins og deildarinnar síðustu tímabil.

Tilkynning Vals:

Í ljós hefur komið að Kári Jónsson þarf að gangast undir aðgerð á fæti vegna meiðsla sem hafa plagað hann á tímabilinu. Verður hann frá leik og keppni næstu mánuðina.

“Þetta er auðvitað mikill missir fyrir liðið en verst fyrir Kára sjálfan sem er búinn að vera spenntur að komast á gólfið með liðinu. Strákarnir hafa stigið frábærlega upp í fjarveru hans og Hjálmars og treysti ég þeim til að halda því áfram” sagði Finnur Freyr þjálfari liðsins.

Kári er á sínu þriðja tímabili með Valsliðinu en hann skrifaði undir nýjan tveggja ára samning síðasta vor.

Fréttir
- Auglýsing -