spot_img
HomeFréttirKári fluttur á spítala

Kári fluttur á spítala

Kári Jónsson varð fyrir því óhappi að lenda á Ragnari Nathanelsyni og fór sárþjáður af velli. Hann virtist meiðast á baki en um algjört óviljaverk var að ræða. Kári reyndi að koma aftur til leiks en meiðslin héldu honum frá út leikinn.

 

Eftir leik staðfesti Ívar Ásgrímsson við Karfan.is að Kári hefði farið á spítala í kvöld. Kári fékk hnykk á bakið og eftir ráðgjöf lækna sem skoðuð hann í leiknum var ákveðið að hann skildi ekki spila meira í kvöld og fara í sjúkrahús til frekari rannsókna.

 

Ívar sagði einnig í samtali við Karfan.is að skotnýting liðsins hefði leikið þá grátt og verið helsti vendipunktur leiksins. Engan bilbug var þó á honum að finna og greinilegt að trúin á að sigra í Þorlákshöfn er til staðar eins og sjá má hér að neðan.

 

 

Viðtal / Ólafur Þór Jónsson

Mynd / Axel Finnur Gylfason

Fréttir
- Auglýsing -