spot_img
HomeFréttirKári eftir leik í Grindavík "Förum þakklátir heim með stigin tvö"

Kári eftir leik í Grindavík “Förum þakklátir heim með stigin tvö”

Íslandsmeistarar Vals lögðu Grindavík í 2. umferð Subway deildar karla í HS Orku Höllinni í kvöld, 67-68. Bæði lið hafa því unnið einn og tapað einum það sem af er móti, en Valur tapaði fyrir Stjörnunni í 1. umferð á meðan að Grindavík lagði KR.

Hérna er tölfræði leiksins

Karfan spjallaði við Kára Jónsson leikmann Vals eftir leik í Grindavík.

Ég ætla nú bara að tala hreina íslensku; þetta var ekki góður körfuboltaleikur þegar á heildina er litið.

Bæði liðin börðust eins og ljón, og það var hart tekist á, en á kostnað gæðanna, eins og stundum vill gerast.

Ég er auðvitað mjög ánægður með sigurinn, hann er fyrir öllu. En við eigum eftir að slípast betur til enda mótið bara rétt að byrja. Við erum með góðan hóp og ég er ánægður með stemninguna, og á ekki von á öðru en að við verðum betri eftir því sem líður á. Við erum ekki komnir með fullmótaðan hóp, og liðið á væntanlega eftir að taka einhverjum breytingum.

Það var lítill munur á liðunum í kvöld, en við höfðum þetta í blálokin og förum þakklátir heim með stigin tvö – en ég vil auðvitað sjá liðið spila betri körfubolta og þá sérstaklega sóknarlega. En maður kvartar ekkert þegar sigur vinnst þó gæðin hafi mátt vera meiri.

Fréttir
- Auglýsing -