Umferðaverðlaun fyrir síðari hluta deildarkeppninnar í Domino´s-deild karla voru afhent í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í dag. Úrvalslið karla var þar kynnt ásamt dugnaðarforkinum og besta þjálfaranum. Kári Jónsson leikmaður Hauka var valinn besti leikmaður síðari hluta tímabilsins.
Úrvalslið karla – seinnihluti 2015-2016
Kári Jónsson – Haukar
Ægir Þór Steinarsson – KR
Justin Shouse – Stjarnan
Haukur Helgi Pálsson – Njarðvík
Michael Craion – KR
Dugnaðarforkurinn: Magnús Már Traustason – Keflavík
Besti þjálfarinn: José María Cosga Gómez – Tindastóll
Besti leikmaður seinni umferðarinnar: Kári Jónsson – Haukar
Mynd/ [email protected] – Verðlaunahafar en á myndina vantar Ægi Þór Steinarsson sem er staddur á Spáni.



