spot_img
HomeFréttirKári á leið í Hauka - Kynntur í hádeginu

Kári á leið í Hauka – Kynntur í hádeginu

Kári Jónsson er á heimleið og mun leika í Dominos deild karla í vetur eftir að Helsinki Seagulls í Finnlandi ákvað að rifta samningnum við hann. Karfan greindi fyrst miðla frá þessu í gær og sagði hann vera á leið til Hauka eða Vals.

Seint í gærkvöldi sendu Haukar svo út boð á blaðamannafund í hádeginu í dag þar sem kynntur yrði nýr leikmaður félagsins. Gera má fastlega ráð fyrir að Haukar muni þar tilkynna að Kári Jónsson sé genginn í raðir uppeldisfélagsins á nýjan leik.

Kári Jónsson var með 19,9 stig, 4,6 fráköst og 4,9 stoðsendingar að meðaltali í leik fyrir Hauka síðast þegar hann lék hér á landi. Það efast enginn um hversu mikil viðbót Kári yrði í lið Hauka en spennandi verður að sjá hvernig hann smellur inní nýtt Hauka lið stýrt að Israel Martin.

Fréttir
- Auglýsing -