spot_img
HomeFréttirKarfan TV: Yngvi spáir í úrslitakeppni kvenna

Karfan TV: Yngvi spáir í úrslitakeppni kvenna

Annað kvöld hefst úrslitakeppnin í Iceland Express deild kvenna og fengum við Yngva Pál Gunnlaugsson til að velta keppninni fyrir sér en Yngvi fylgist náið með kvennaboltanum enda hefur hann þjálfað á þeim vettvangi um dágóða hríð. Það eru Keflavík og Haukar annarsvegar sem leika í undanúrslitum og svo Njarðvík og Snæfell hinsvegar. Njarðvík og Snæfell ríða á vaðið annað kvöld í sínum fyrsta leik í Ljónagryfjunni en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitaviðureignina.
 

Fréttir
- Auglýsing -