spot_img
HomeFréttirKarfan TV: Von á smekkfulluhúsi í kvöld

Karfan TV: Von á smekkfulluhúsi í kvöld

Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í þýska liðinu MBC tóku létta morgunæfingu áðan fyrir stórviðureign sína gegn Brose Baskets í þýsku Bundesligunni í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:30 að staðartíma eða kl. 18:30 að íslenskum tíma. Karfan TV fór með Herði á skotæfinguna í morgun og þar sagði Hörður að markmiðið væri að koma toppliði Brose á óvart í kvöld.
 
Einnig kláruðu liðsmenn MBC morgunæfinguna á þriggja stiga keppni þar sem okkar maður hafnaði í 2. sæti svo höndin er heit fyrir kvöldið. 3000 manns komast að á heimavelli MBC sem jafnframt er minnsti heimavöllur þýsku Bundesligunnar.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -