Aaron Broussard fór mikinn í liði Grindavíkur í kvöld með 32 stig og 7 fráköst er meistararnir lögðu KR í spennuslag og komust fyrir vikið í úrslit Domino´s deildar karla. Broussard var ánægður með liðsheild Grindavíkur á lokasprettinum og kallaði eftir slíkri frammistöðu í úrslitum.