Ágúst Sigurður Björgvinsson var í dag útnefndur besti þjálfari síðari hlutans í Iceland Express deild kvenna en Ágúst stýrir kvennaliði Hamars sem hafnaði í 2. sæti A-riðils að lokinni venjulegri deildarkeppni.
Karfan.is ræddi við Ágúst í dag þar sem hann sagði útnefningu sína fyrst og fremst vera viðurkenningu fyrir Hamarsliðið.



