spot_img
HomeFréttirKarfan TV: Við erum Grindavík og látum finna fyrir okkur

Karfan TV: Við erum Grindavík og látum finna fyrir okkur

„Ég fíla ekki þetta nafn, þetta er ekki rusl, mér finnst þetta flott,“ svaraði Davíð Ingi Bustion aðspurður um hvort hann væri ruslakarlinn í liði Grindavíkur. Davíð fór á kostum í liði Grindvíkinga í kvöld og þá sérstaklega í frákastabaráttunni. Davíð hefur þegar sannað sig sem mikill baráttujaxl en hann ásamt Aaron Broussard leiddu Grindavík til sigurs í Ásgarði í kvöld. Staðan í einvígi Stjörnunnar og Grindavíkur er því 2-2 og mætast liðin í oddaleik í Röstinni næsta sunnudag.
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -