„Ég fíla ekki þetta nafn, þetta er ekki rusl, mér finnst þetta flott,“ svaraði Davíð Ingi Bustion aðspurður um hvort hann væri ruslakarlinn í liði Grindavíkur. Davíð fór á kostum í liði Grindvíkinga í kvöld og þá sérstaklega í frákastabaráttunni. Davíð hefur þegar sannað sig sem mikill baráttujaxl en hann ásamt Aaron Broussard leiddu Grindavík til sigurs í Ásgarði í kvöld. Staðan í einvígi Stjörnunnar og Grindavíkur er því 2-2 og mætast liðin í oddaleik í Röstinni næsta sunnudag.