Hildur Sigurðardóttir var að vonum vonsvikin með að vera komin í sumarfrí en Snæfell tapaði í dag hörkuspennandi leik gegn KR í DHL Höllinni. Einvígið fór 3-1 fyrir KR en Hildur fór mikinn í dag fyrir Hólmara en það dugði ekki til. Hún talaði um að smá töffaraskap vantaði í lið Snæfells til þess að ná lengra en liðið hefur síðustu tímabil verið grátlega nærri stóru titlunum en ekki haft það í sér að hrifsa þá til sín.