spot_img
HomeFréttirKarfan TV: Um leið og stemmningin kemur er erfitt að stoppa okkur

Karfan TV: Um leið og stemmningin kemur er erfitt að stoppa okkur

 
Matthías Orri Sigurðarson var helsti broddurinn í íslenska sóknarleiknum þegar U18 ára landslið karla skellti Norðmönnum 80-61. Íslensku piltarnir voru lengi í gang en Matthías sagði að um leið og hópurinn næði upp stemmningunni væri erfitt að eiga við þetta íslenska lið.
 
Ísland mætir Finnum á morgun í U18 ára flokki karla og með sigri tryggir liðið sér sæti í úrslitaleik mótsins.
 
Nú er að hefjast viðureign Íslands og Svíþjóðar í U16 ára flokki karla og er von á hörkuleik enda bæði lið taplaus til þessa. Lifandi tölfræði á www.basket.se
 
Fréttir
- Auglýsing -