spot_img
HomeFréttirKarfan TV: Tvöföld ánægja hjá Berglindi

Karfan TV: Tvöföld ánægja hjá Berglindi

Snæfell varð í dag bikarmeistari í unglingaflokki kvenna eftir spennuslag gegn Valskonum þar sem Berglind Gunnarsdóttir var valin besti maður leiksins. Erilsamur laugardagur hjá Berglindi sem tók nettan ,,Jeb Ivey" á þetta í dag en fljúga þurfti henni í bikarleikinn þar sem hún tók þátt í píanókeppni fyrir leik og tíminn því naumur. Eins og frægt varð þegar karlalið Snæfells hampaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli lagði Jeb Ivey á sig langt ferðalag frá Finnlandi áður en hann komst til liðs við Hólmara.
Karfan TV ræddi við Berglindi eftir leik en í dag setti hún tvo risavaxna þrista þegar leikurinn var í járnum og þeir fóru langt með að landa titlinum. Þegar við tókum viðtalið við Berglindi hafði hún ekki heyrt úrslitin úr téðri píanókeppni en samkvæmt okkar heimildum þá vann hún píanókeppnina líka, til hamingju Berglind með þessa tvöföldu ánægju.
  

Fréttir
- Auglýsing -