spot_img
HomeFréttirKarfan TV: Þurfum að vera rétt stemmdir til að klára Fjölni

Karfan TV: Þurfum að vera rétt stemmdir til að klára Fjölni

 
Hrafn Kristjánsson var með tvö lið í pottinum í dag þegar dregið var í 8-liða úrslit í karla- og kvennaflokki í Poweradebikarkeppninni en Hrafn þjálfar báða meistaraflokkana í vesturbænum. Kvennalið KR fékk Skallagrím sem leikur í 1. deild kvenna en karlaliðið mætir Fjölni. 
Hrafn sagði að sagan væri ekkert að trufla liðið í karlaflokki þó liðið hefði ekki unnið bikarinn í tvo áratugi. Í kvennaliðinu er styttra síðan bikartitill kom í hús en Hrafn skynjar að sínir menn séu klárir til að fara alla leið núna – sjá viðtalið við Hrafn.
Fréttir
- Auglýsing -