,,Ég hef engar áhyggjur af þessu,” sagði Hallgrímur Brynjólfsson þjálfari Hamars sem tapaði í dag gegn Stjörnunni í 1. deild kvenna. Staðan í einvígi liðanna er 1-1 og fer oddaleikur fram í Hveragerði á miðvikudag. Það lið sem vinnur oddaleikinn kemst í Domino´s deild kvenna á næstu leiktíð.



