Haukar unnu spennusigur á KR í Domino´s deild kvenna í kvöld. Annan leikinn í röð voru neglurnar nagaðar niður að kviku í Hafnarfirði og ljóst að það verður enginn svikinn að kaupa sér miða í Schenkerhöllina. Karfan TV ræddi við Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur og Írisi Sverrisdóttur að leik loknum.



