spot_img
HomeFréttirKarfan TV: Mögnuð stemmning á leik MBC og Brose

Karfan TV: Mögnuð stemmning á leik MBC og Brose

Karfan.is mætti galvösk á leik MBC og meistara Brose Baskets í þýsku Bundesligunni á laugardag. Við höfum sett saman nokkrar klippur úr leiknum og einnig í lok myndbandsins er að finna nokkur viðtöl og m.a. við Kelly Beidler fyrrum leikmann ÍR. Það var rífandi stemmning á heimavelli MBC fyrir komu meistaranna og þó skotin hjá okkar manni Herði Axel Vilhjálmssyni hafi ekki viljað finna netið þetta kvöldið þá stóð hann vaktina af miklu harðfylgi sem fyrsti leikstjórnandi MBC.
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -