Karfan TV greip glaðbeittan Hlyn Bæringsson að loknum leik Íslands og Bretlands í Laugardalshöll í gærkvöldi. Hlynur sagði liðið fullt sjálfstrausts og að honum hafi fundist Íslendingar vera hreinlega mun betri frá byrjun. Hann hefur einnig trú á að Ísland hafi með sér sigur frá Bretlandi, þar sem liðin breytast ekki við það að stíga upp í flugvél.