Teitur Örlygsson er kominn í úrslit úrvalsdeildar með Stjörnuna í annað sinn á þremur árum. Stjarnan lagði Snæfell í kvöld og vann einvígið 3-1. Teitur sagði sína menn hafa verið lina í fyrri hálfleik en að hlutirnir hafi verið betri í síðari hálfleik og það ekki síst fyrir tilstilli hins hugrakka Justins Shouse eins og Teitur sagði.