spot_img
HomeFréttirKarfan TV: Getur orðið tvöfaldur meistari í dag

Karfan TV: Getur orðið tvöfaldur meistari í dag

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson varð áðan Íslandsmeistari í 11. flokki karla þegar Grindavík lagði KR 63-68 í DHL Höllinni í jöfnum og spennandi leik. Jón Axel var valinn besti maður leiksins með 28 stig, 13 fráköst og 5 stoðsendingar. Jón er í skemmtilegri stöðu, hann getur í dag orðið tvöfaldur Íslandsmeistari því hann er í leikmannahópi Grindavíkur sem mætir Stjörnunni í kvöld í oddaleik Domino´s deildar karla. Karfan TV ræddi stuttlega við Jón í DHL Höllinni í dag.
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -