Njarðvíkingar hafa slegið út hvern risann á fætur öðrum í bikarnum, til að gera langa sögu stutta er liðið eins og svart og hvítt í deild og bikar. Deildin byrjaði afar illa hjá grænum en bikarinn hefur gengið vel, við náðum á Sigurð Ingimundarson þjálfara Njarðvíkinga og ræddum við hann um komandi bikarleik gegn Haukum í Poweradebikarkeppni karla en liðin mætast snemma á nýja árinu.
Sigurður sagðist vissulega vilja heimaleik en annað kom á daginn að þessu sinni – sjá viðtalið við Sigurð.




