spot_img
HomeFréttirKarfan TV: Framtíðarleikmenn í stelpbúðum Helenu og Hauka

Karfan TV: Framtíðarleikmenn í stelpbúðum Helenu og Hauka

 
Stelpubúðir Helenu Sverrisdóttur og Hauka fóru fram að Ásvöllum í Hafnarfirði um helgina þar sem tæplega 30 stelpur sóttu búðirnar. Helenu til aðstoðar voru m.a. systir hennar Guðbjörg Sverrisdóttir, Ragna Margrét Brynjarsdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir en allar hafa þær getið sér gott orð í boltanum hér heima og vísast hafsjór af reynslu sem þær geta komið áfram til yngri leikmanna.
Karfan.is leit við í búðunum í dag og við ræddum við Helenu um búðirnar og framhaldið hjá henni en innan skamms heldur hún til Slóvakíu inn í sitt fyrsta ár sem atvinnumaður.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -