spot_img
HomeFréttirKarfan TV: Fór ofan í sem betur fer

Karfan TV: Fór ofan í sem betur fer

 
Arnar Pétursson var hetja Breiðabliks í 1. deild karla í gærkvöldi þegar liðið lagði Val 83-82 í 1. deild karla. Arnar setti niður tvö víti þegar rétt rúmar fjórar sekúndur voru til leiksloka og landaði þannig sigrinum.
Karfan TV ræddi við Arnar sem viðurkenndi að hafa verið smeykur á vítalínunni og kvaðst feginn að skotin hefðu farið ofan í. Sjá viðtalið við Arnar.
Fréttir
- Auglýsing -