Bjarni Magnússon var að vonum ánægður með að endurheimta 3. sætið í Iceland Express deild kvenna í kvöld þegar Haukar skelltu Val í Schenkerhöllinni. Um spennuleik var að ræða í 30 mínútur en í upphafi fjórða leikhluta skiptu Haukar um gír, skotin fóru að detta og hlutirnir fóru að rúlla eins og Bjarni komst að orði í viðtali við Karfan TV eftir leik.