Páll Axel Vilbergsson tryggði Grindavík sigur á KR í gærkvöldi í keppni meistaranna með flautukörfu en Grindavík átti innkast undir KR körfunni þegar 0,57 sekúndur voru til leiksloka. KR leiddi með eins stigs mun og Grindavík þurfti því bara tveggja stiga körfu til að knýja fram sigurinn en svellkaldur Páll Axel vippaði sér út fyrir þriggja.