Ingi Þór Steinþórsson er líklega vinsælasti maðurinn í Stykkishólmi þessa daganna. Stuðningsmenn Snæfells sungu nafn hans nánast alla Reykjanesbrautina á heimleiðinni í gærkvöldi. Ingi auðmjúkur tók svo að sýndi á sér sparihliðarnar með frábærum "break dance" í lok leiks. Ekki nóg með það sýndi hann fádæma fimleikatakta þegar hann var tolleraður. Sjá viðtal við Inga á Karfan TV.



